lausnir og þjónusta

Hvert erum við að fara? Hvernig þurfum við að skipuleggja okkur sem best á þeirri vegferð? Og hvernig tryggjum við þá vegferð sem samstillt liðsheild?

maarten-van-den-heuvel-_pc8aMbI9UQ-unsplash

STEFNUMÓTUN

Mótun stefnu er kjarninn í því sem við stöndum fyrir, með öðrum orðum að hjálpa við að móta skynsamlega stefnu og þá framtíðarsýn sem er í samræmi við hlutverkið. Stefnumótun er sífellt að verða mikilvægari enda heimurinn að verða flóknari, og aukið flækjustig fjölgar möguleikum og leiðum sem horfa þarf til. Því þarf að vanda verkið og velja vel hvert skuli halda.

SKIPULAG


Þó stefnan sé mikilvæg þá þarf skipulag að styðja við þær áherslur sem þar er að finna. Markmið sem felast í vel skilgreindri stefnu nást ekki nema með góðu skipulagi, þar sem er skýrt hvernig hlutirnir eiga að virka og jafnframt hvernig gangverkið á að færa fyrirtækið í takti við mótaða stefnu og til þeirrar framtíðar sem stefnt er að.

randy-fath-ymf4_9Y9S_A-unsplash
krakenimages-Y5bvRlcCx8k-unsplash

starfsmannamál

Þrátt fyrir að stefna sé skýr og skynsamleg, og skipulag skilvirkt, þá gerist fátt ef starfsfólkið er ekki þar að baki. Fólkið þarf að skilja hver stefnan er, vera sammála því í hjarta sér, og vita hvað það þýðir fyrir þeirra hlutverk og daglegu störf. Hér nýtist okkar þekking vel, hvort sem það snýr að þjálfun stjórnenda, eða því að byggja upp sterka liðsheild.

lykilspurningarnar 10

hafa samband