um okkur

Góð menntun og áralöng reynsla er grunnurinn að okkar styrk.

asa

Ása karin Hólm

Ása Karin er með Cand Merc frá Odense Universitet. Í yfir 20 ár hefur hún veitt fjölbreyttum hópi viðskiptavina ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og mannauðsmála. Sérþekking Ásu liggur í mannauðsmálum, stjórnun og leiðtogafræðum, og innleiðingu skipulagsbreytinga, auk stefnumótunar. Undanfarin ár hefur Ása Karin sett aukna áherslu á velsæld fyrirtækja (e. wellbeing) . Ása Karin er vottaður markþjálfi og hefur hjálpað stórum hópi stjórnenda og einstakra starfsmanna með stuðningi, þjálfun og fræðslu, auk þess sem hún hefur unnið mikið við styrkingu teyma og þjálfun þeirra. Samskiptafærni og einlægur áhuga á fólki og mannlegri hegðun er drifkraftur Ásu Karinar auk þess að vera jákvæð og drífandi. Reynsla og árangur af vinnu Ásu Karinar talar sínu máli enda verið vinsæl og farsæl ráðgjafi í mörg ár.
thordur

Þórður Sverrisson

Þórður er Cand Oecon frá HÍ og Cand Merc frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Hefur starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, skipulags og stjórnunar, markaðsmála og þjónustu í 25 ár. Var áður m.a. markaðsstjóri Íslandsbanka fyrstu fimm ár þess banka. Hann hefur því áralanga og fjölbreytta reynslu á þessu sviði, en er auk þess aðjúnkt í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Árið 2013 gaf Þórður út bókina Forskot, sem er fyrsta bókin á íslensku sem tekur á heildstæðan hátt á lykilviðfangsefnum í stjórnun fyrirtækja þ.e. stefnumótun og framtíðarsýn, skipulagi og stjórnun og margvíslegum viðfangsefnum í markaðsstarfi.

OKKAR ÁHERSLUR

Leiðarljós okkar í verklagi og vinnubrögðum.

Fagleg reynsla

Fyrir utan góða menntun sem er grunnur að okkar störfum, þá höfum við mikla faglega reynslu við að vinna með fjölbreyttum aðilum á markaði, bæði einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Á það jafnt um viðamikil stefnumótunarverkefni sem taka töluverðan tíma sem og minni verkefni með afmarkaðri fókus.

sjálfstæði í stjórnun

Áralöng reynsla okkar í ráðgjöf hefur styrkt sjálfstæði í hugsun, verklagi, og vinnslu fjölmargra verkefna. Reynslan hefur aukið víðsýni, skerpt á hlustun, og eflt hæfni til að greina og móta lausnamiðaðar áherslur. Tilfinningagreind og staðfesta, byggð á þekkingu og reynslu, gerir okkur að öflugum ráðgjöfum.

Hagnýt nálgun við lausnir

Fyrir utan góða menntun sem er grunnur að okkar störfum, þá höfum við mikla faglega reynslu við að vinna með fjölbreyttum aðilum á markaði, bæði einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Á það jafnt um viðamikil stefnumótunarverkefni sem taka töluverðan tíma sem og minni verkefni með afmarkaðri fókus.

Virði sem er miðlað

Áralöng reynsla okkar í ráðgjöf hefur styrkt sjálfstæði í hugsun, verklagi, og vinnslu fjölmargra verkefna. Reynslan hefur aukið víðsýni, skerpt á hlustun, og eflt hæfni til að greina og móta lausnamiðaðar áherslur. Tilfinningagreind og staðfesta, byggð á þekkingu og reynslu, gerir okkur að öflugum ráðgjöfum.

hafa samband